Þar sem mér sýnist flestir sem eru að krefjast edit-takka vera vanhæfir um að koma með annað en steingeldar hugmyndir sem þeir skilja ekki einusinni sjálfir, ákvað ég að stinga uppá útfærslu sem gengi kannski betur. (Móðgunin er skrifuð í gríni, ekki taka þessu svona illa …)

Þar sem það að geta breytt kork/svari er alveg útí hött og til þess eins fallið að valda veseni í umræðum, datt mér í hug að það væri sniðugra að geta bara bætt við textann, þó þannig að viðbótin væri alveg sér merkt. (Hlýt að hafa séð það einhversstaðar …)

Segjum sem svo að ég hefði ýttá “Áfram” án þess að hafa lesið korkinn yfir og það væri einhver feit villa í þessu hjá mér þá liti þetta svona út:

Bætt við: 11. maí 2005, 14:43:41, af notanda/Duff

(þá kæmi viðbótin hérna ..)
Annars held ég að fólk eigi bara að nota “Endurskoða” takkann áður en það sendir eitthvað inn, og hugsa hvað það er að segja.

Svo mætti líka setja eitthvað tímalimit á edit þannig að maður gæti t.d. ekki bætt við svar/kork sem maður hefði skrifað fyrir meira en 1 klst. síðan.

Kv. Duff ;)