Hmm langar að svara nokkru hérna. Fyrst ætla ég að taka það síðasta. Ef þú ætlar að rakka eithvað niður, þá skaltu færa rök fyrir því. Þannig get ég sagt að þú sökkar, en hef engin rök fyrir því og þess vegna ætti ekki að taka mark á því. Enda veit ég ekkert um þig.
Varðandi það að láta frænku þína senda þér iPod til Íslands hvort sem það er iPod Photo eða iPod venjulegur þá muntu lenda í því að þurfa borga bæði toll og vsk af vörunni, sem mun vera það hár að þér mun líklegast snúast hugur, einnig er þá einnig engin ábyrgð á vörunni þinni, mæli miklu frekar með að þú fáir einhvern til að picka upp einn svona iPod í Fríhöfninni færð 2 ára ábyrgð frá Apple IMC í Brautholtinu með (þegar og ef batteríð deyr eða verður slappar innan þessa tveggja ára, skipta þeir um það fyrir þig frítt, ásamt allri ábyrgðaþjónustu )
Hvað iPod er svo best að kaupa fer eftir hvað þú ætlar að gera við hann. Það getur enginn neitað því að augljósalega er iPod Mini lang flottustu iPodanir þeir geyma þó eingöngu 4 GB, reyndar eru nýrri módel komin með 6 GB disk. Er það nóg fyrir þig skalt athuga það. Það er reyndar nóg fyrir marga. 20 GB iPod er fínt ég sjálfur á 3 kynslóðar 15 GB iPod og líkar rosalega vel, en er næstum búinn að fylla hann aldrei að vita nema ég kaupi mér nýjan í sumar. Ef þú átt stafræna myndavél og finnst gaman að taka myndir og ennþá skemmtilegra að sýna þær þá skaltu kaupa þér iPod Photo, 40 GB diskur ( sá minnisti iPod Photo ) þannig að plássið ætti ekki að vera vandamál. Svo er bara spurning hvað ætlaru að gera við iPodinn þinn og hversu mikið af tónlist þarftu inná honum í einu.
Ef þú þarft svo ekki að hafa það mikla tónlist inná honum í einu, þá skaltu skoða iPod Shuffle ( 512 mb og 1 gb ) þeir eru tiltölulega ódýrir mjög svalir og mjög litlir og MJÖG léttir. Svo jafnvel þótt þú munt versla að loka iPodinn í Fríhöfninni er þó ekkert því til fyrirstöðu fyrir þig að fara niðrí Apple IMC í Brautholtinu og fá ráðleggingar.