Hitakrem hafa þau verkun að þau auka blóðflæðið staðbundið í húðinni (þ.e.a.s í skamman tíma) og eru í rauninni einungis til að hjálpa til og flýta fyrir t.d. upphitun fyrir íþróttakeppnir eða þvíumlíkt.. einnig líklega til einhverra læknisnota án þess þó að ég viti neitt um það.
Hitakremið gefur því í rauninni ekki frá sér raunverulegan varma heldur er það bara efni sem fær æðarnar til að víkka og hjartað til að dæla meira blóði á þann stað sem það er borið á
Þannig að: Nei, súkkulaði bráðnar ekki þótt þú setjir hitakrem á það
Og fyrir þá sem eru að setja útá þessa spurningu: Það er oft mjög gott að velta fyrir sér svona hlutum því þá þarf maður að hugsa út í hlutina og hvernig þeir virka og hvað þeir gera. Þessi spurning var alls ekki heimskuleg =)