Ég er allt í einu kominn með brennandi áhuga á vindlum og pípureykingum og mér þætti gaman ef að þeir sem eru vanir gætu bent mér á hvar væri best að byrja. Mér þætti það gaman ef ég gæti fengið að sleppa við flest byrjenda mistök þannig að ég hef verið að lesa mig til um vindla og annað slíkt á erlendum vefsíðum.
Það sem er að valda mér mestum vandræðum með er hvar maður getur fengið þessa vindla. Ég get bara ekki séð betur en að úrvalið á íslandi sé alveg merkilega takmarkað þannig að þeir ábendingar sem maður er að fá á erlendum heimasíðum hjálpa mér lítið.
Nokkrar spurningar;
1. Hvar er best að kaupa vindla.
2. Hvernig vindla á maður að prufa fyrst.
3. Hvað á maður ekki að prufa.
4. Hvað gerið þið sérstakt til að búa til stemmingu…
*Common sense is the collection of prejudices acquired by age eighteen.*