Afhverju eru tollar á innflutningsvörum?
Þeir eru til að vernda íslenska framleiðslu svo að Íslendingar kaupi ekki bara erlendar vörur og svo að íslenskir framleiðendur fari ekki á hausinn.
Afhverju eru þá tollar á hljóðfærum? Td. gíturum?
Ég hef aldrei séð íslenskann gítar og ég veit ekki um neinn íslenskann gítarframleiðanda sem græðir á því að búa til gítara.
Hvernig væri að leggja niður tolla á ákveðnum vörum sem eru ekki seld á Íslandi? Svo þegar einhver gáfaður Íslendingur ákveður að stofna gítarverksmiðju þá getum við sett tolla á gítara.