Reggae er jamaískt slangur yfir orðið “regular” (reglubundið). Ástæðan fyrir nafninu er þetta reglubundna áhersla á 3ja slag. Sú áhersla greinir reggae jafnframt frá öðrum músíkstílum. Reggae er að mörgu leyti samofið rokkmúsík. Flestir helstu rokkarar spila reggae í bland og hafa gefið út reggae-lög. M.a. Bítlarnir, Rolling Stones, Dylan og flestar pönk- og nýrokksveitir. Líka hérna á Íslandi: Utangarðsmenn, Fræbblarnir, Þeyr, GCD o.s.frv. Um nokkurra ára skeið naut vinsælda íslenska reggae-bandið Reggae on Ice. Það band sendi frá sér 2 al-reggae plötur sem seldust vel. Þess vegna var einkennilegt að öll plötufyrirtæki neituðu að gefa út plötu Hjálma. Töldu ekki vera markað fyrir íslenska reggae-plötu í dag. Að lokum gaf þó Rúnar Júlíusson plötuna út. Hann er fyrsti íslenski reggae-áhugamaðurinn og hefur sungið inn á plötur mörg reggae-lög. En aldrei gert al-reggae plötu. Plata Hjálmanna var ein söluhæsta plata síðasta árs.