Það er það sem ég gerði, ég skoðaði orðið það og svo stafina í hverju lagi fyrir sig og hlustaði, ég heyrði engan mun svo ég fór að skoða hvort það væri einhver raunverulegur munur með tillit til staðsetningar á tunguni í mér og hvernig varirnar á mér voru o.s.frv. ég fann engan mun. Svo samfærðist ég enn frekar þegar ég skoðaði lýsingu á stöfunum í orðabók þar sem að stöfunum er lýst nákvæmlega eins að undanskildu eð, sem var raddað. Þegar ég skoðaði eð betur komst ég að því að það var ekkert raddað svo að það var ekkert skv. þessari skilgreiningu sem skildi stafina í sundur.
Ég er búin að velta þessu fyrir mér fram og til baka og ég heyri ekki, sé ekki né finn mun, jafnvel ekki þegar aðrir tala.