Ég senti þessa pælingu inná “geimvísindi” en það var bara einn sem svaraði mér… Þannig að ég pósta þessu hér:

Ég hef lengi verið að pæla í því eins og örugglega flestir, hvað alheimurinn er. Einhverntíman var ég að pæla hvort þetta væri bara þarna, svo við hefðum eitthvað að gera á jörðinni og hefðum einhvern tilgang, svo við gætum pælt í því og byggt okkur upp til að komast á aðrar stjörnur ofl. svo við værum ekki bara hérna á jörðinni og vissum að við kæmumst ekkert lengra.

En ég var að pæla. Eru allar stjörnurnar kanski frumur? Er jörðin kanski ein fruma, með kjarna ofl. sem er kanski sýkt (af okkur mannverunum) og við erum vírus sem eyðileggur svo óviljandi jörðina, förum á næstu “frumu” og eyðileggjum hana á 100000000000000000000000000000000000000000000 árum? Sem eru kanski 70 ár hjá þeim sem við erum inní? Svo þegar alheimurinn/maðurinn sem við erum inní deyr þá eyðileggjast allar frumurnar/stjörnurnar/pláneturnar?
Ef við erum sýklar þá hljóta að vera til sýklalyf, eða skæðari sýklar sem ráðast svo á okkur.

Þetta er bara það sem ég var að pæla, endilega einhver að segja mér hvort þetta standist ekki svo ég geti hætt að hugsa um þetta. Eða eru pláneturnar kanski nifteindir, róteindir ofl innaní einhverju efni?

Ef að jörðin er fruma og alheimurinn maður sem er fast inní… Þá langar mér ekki að vita hvað “big-bang” merkir…