Það eru engin sérstök lög, bara ákveður í samráði við kennarann þinn. Ég gæti ímyndað mér að það væri eitt eldra lag, eitt nútíma lag og ein æfing. Svo einhver slatti af tónstigum, bæði mollar og dúrar, krómantískir líka. Það var einhver umræða um þetta inni á /klassik. Held að einhver hafi verið að taka miðstig og sagt hvað hann tók… Kíktu bara.
Það á að vera til einhversstaðar yfirlit um hvað þarf að læra, mælt með hinum og þessum lögum og það eru ákveðnir tónstigar sem þarf að kunna… og mig langar til að vita hverjir og hvaða lög það eru…
Og miðstig á píanó og miðstig á þverflautu er allt annað! Hljóðfærin eru gjörólík svo að prófið verður að vera allt öðruvísi dæmt og það sem er spilað. Það er mjög mismunandi hvaða tónstigar eru og þess háttar…
Ég fékk ljósrit hjá kennaranum mínum úr “Aðalnámskrá tónlistarskóla” og þar stendur allt sem þar að spila á miðstigsprófi (allavega á fiðlu, stendur örugglega líka á píanói) og nákvæmar upplýsingar um tónstiga og þess háttar. Þú getur örugglega fundið þessa bók í tónskólanum þínum eða spurt kennarann þinn um hana.
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana.
Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..