Já ég ræsti semsagt tölvuna mína í dag og þá kom uppá skjáinn hjá mér eithvað að einhver fæll í system root\system32 vantaði eða væri skemmdur.
Ég dustaði þá rykið af knoppix disknum mínum og ræsti tölvuna á honum, ég hrindi síðan í félaga minn og sagði honum að senda mér fælinn, ég vistaði hann og ætlaði síðan að setja hann inní system32 möppuna mína en… windows mappan var tóm.. svo ég spyr, er það ástæðan fyrir því að tölvan ræsir sig ekki, þ.e.a.s. vegna þess að windows mappan mín er tóm eða getur knoppix einfaldlega ekki séð hvað er inní windows möppunni?