Ég fékk mér nýja tölvu fyrir ca. mánuði síðan. Ég hef ekki verið mjög duglegur að setja lög og myndir inná hana fyrr enn nú.
Ég ákvað að setja safn mitt af diskum og þáttum inná hana og stundum voru villur í nöfnum á hlutum og ég vildi breyta nöfnunum… enn nei!
'If you change a file name extension, the file may become unusable.
Are you sure you want to change it'
Ef ég geri svo ‘Yes’ þá breytist file'inn í .file. Sem ég bara get ekki opnað.
Svo ekki nóg með það heldur allir file'ar í tölvunni enda með nafni eins og t.d. Cypress Hill - Illusions.wmv eða eitthvað í þá átt. Rosalega böggandi að hafa alltaf endinguna .jpeg eða .mpeg.
Getur einhver reddað mér?