Þetta er sennilega sjötta skiptið sem ég pósta þessu en ég er ekki á því að hætta strax :)

Hvernig væri að fá eitt stykki Fallout áhugamál hér? Nýjasti leikurinn, tactical leikurinn Fallout Tactics: Brotherhood of steel hefur verið að tröllríða sölulistum, bæði hér heima sem og utanlands, auk þess sem að tveir aðrir leikir í sömu seríu en frá öðrum framleiðanda (þó innan Interplay).

Í Fallout 1 & 2 áttu að ferðast um miðríki bandaríkjanna og leysa verkefni, samhliða því að bjarga þínum nánustu frá útrýmingu (Fallout 1 = Vault 13 og Waterchip – Fallout 2 = Arroyo og Garden of Eden Creation Kit). Í Fallout Tactics tekurðu að þér hin ýmsu verkefni og sanna þig sem meðlimur í Brotherhood of Steel, sem að tengist öllum leikjunum á einn eða annan hátt.

Fyrstu tveir leikirnir hafa mjög stóra sögu á bak við sig, og inn í þetta allt flækjast Ghouls, Super Mutants, Deathclaws og Humans í questum smáum sem stórum. Fallout 1 & 2 flokkast undir RPG og eru Turn Based en þó á sinn snilldarlega hátt.

Fallout Tactics er ekki sögufrík heldur skiptist hann niður í mismunandi verkefni sem eru mismunandi erfið. Leikurinn flokkast undir Strategy en hann er frá sama sjónarhorni og forverar hans. Hægt er að stjórna allt að sex persónum í einu auk þess sem hægt er að velja hvort leikurinn sé Individual Turn-Based, Squad Turn Based eða alls ekkert Turn-Based (þó svo að action points gildi enn).

Leikirnir eru allir byggðir upp á S.P.E.C.I.A.L. systeminu sem hannað var fyrst fyrir Fallout 1 og er núna verið að hanna annan leik, TORN, sem að notar þetta sama kerfi. Attributein í leiknum eru Strength, Perception, Charisma, Intelligence, Endurance, Agility og Luck. Fallout 1 & 2 eru bara hannaðir fyrir Multiplayer en Fallout Tactics er hannaður sérstaklega með Multiplayer í huga þó svo að Single Player komi sterkt inn í hann. Eftir því sem ég best veit er bara hægt að vera Human í Single Player en í Multiplayer er hægt að velja Human, Dog og Deathclaw svo einhvað sé nefnt.

Umræðurnar um leikina passa í heilt áhugamál, enda þarf að nýta sér hugsanir um hvað á að gera næst í bardögum í þessum leikjum. Því skora ég á þá sem að vinna í kringum <i>hugann</i> okkar því að ef einhverjir leikir eiga þann heiður skilinn að vera hér þá eru það þessir leikir :)<br><br>Kv.
Willie

<hr width=“100%”>

<I>„Fool! You have just insured the doom of this world. You cannot begin to imagine what you have set in motion this day. Go to the Temple of Light in the eastern city of Kurast. There you will see the gate to Hell opened before you. You must find the courage to enter that gate, Marius. Take the stone you hold to the Hellforge, where it will be destroyed. Now run! Take the stone and run!“</I>

- Archangel Tyrael þegar Baal lokkar Marius til þess að frelsa sig