Ég heilsa ykkur.
Af hverju er ekki hægt að hafa íslenska
sérstafi í notendanöfnum? Það er ekkert
tæknilegt vandamál við að leyfa það, og
auk þess er það fáránlegt á íslenskri
vefsíðu, þar sem auðvitað vilja menn
geta heitið eitthvað á borð við “sauður”,
“Bárður” og “síld”. Að leyfa ekki svona
lagað ber vott um vanvirðingu við
íslensku tunguna.
En auðvitað yrði það furðulegt ef einn
heitur “saudur” og annar “sauður”. Þess
vegna finnst mér að notendum ætti að vera
gefinn kostur á því að breyta einu sinni
um notendanafn, til þess að lagfæra svona
hluti.
Einhver hlýtur ástæðan samt að vera fyrir
þessu banni á íslenskum sérstöfum.
Hver er hún?
Evklíð.