Ég held að þú sért með fordóma á þessu sviði. Sagan hefur sýnt fram á það að sumt fólk getur ekki sýnt umburðarlyndi en annað fólk gerir það.
Inn á deiglunni og stjórnmál eru sumir sem hrópa hástöfum að allir kommúnistar séu fífl, og sumir sem kalla tilbaka að allir frjálshyggjumenn séu aular.
Inn á rokkinu og hiphop koma sífellt einhverjir sem hrópa: Rapp er skítur og allir heimskir sem hlusta á það. Stundum er nóg að nefna bara sveitina Nirvana til að koma af stað skriflegum blóðsúthellingum.
Þröngsýni einskorðast ekki við trúmál, það er mögulegt að ræða um bæði útdauð og lifandi trúarbrögð á hlutlausan máta.
Það er allaveganna mitt álit.
En allavega, þá vona ég að þú takir undirskrift minni ekki illa, ég virði það að þú ráðir, en ég vonast til að þú gefir trúmála áhugamálinu séns :).