Ég keypti mér fyrir nokkru iRiver ihp-140 (heitir núna H-140 á heimasíðu fyrirtækisins,
www.iriver.com) og er mjög ánægður með hann. Þetta er 40 GB harðdiskaspilari eins og stærsta útgáfa iPod þegar ihp-140 kom fyrst út, en aðal-ástæða þess að ég valdi hann frekar en hinn var vegna þess að hann spila Ogg Vorbis skjöl (sjá
www.vorbis.com). Ég er mikill aðdáandi þess skjalasniðs, og stærsti partur tónlistarsafnsins míns er á því sniði.
Fyrir utan það eru ótal aukahlutir/verkanir sem fylgja iRiver-harðdiskaspilurum.
-Þessi er með innbyggðan hljóðnema og meðfylgjandi utanáliggjandi (ef maður vill losna við suðið úr harða disknum), sem kemur sér vel ef maður vill taka upp hljóð (eins og í tónlistargerð), fyrirlestra eða bara leika sér.
Hægt er að taka upp á WAV eða MP3 snið - WAV er bara hægt að hafa óþjappað, en hægt er að velja frá 32 upp í 320 kbit-a upplausn (þjöppun) á mp3 sniði.
Ef maður fílar ekki mp3-in getur maður auðvitað tekið upp óþjappað og umbreytt á tölvunni sinni síðar;)
-Það er líka stafrænt og hliðrænt mini-jack tengi á honum, ætti því að virka vel með flestum hljómlistargræjum (en auðvitað er USB 2.0 tengið er stafrænt í eðli sínu).
-Einnig er útvarp í spilaranum, ef þú vilt einhvern tíman hlusta á þátt/fréttir/nýja tónlist. Augljós þróun, af hverju eru ekki allir spilarar með innbyggðu útvarpi?
-Með spilaranum er fjarstýring eins og fylgir flestum MD-spilurun og geislaspilurum nú til dags. Það er hægt að gera allt nema sérstilla spilarann (fara í preferences/options) á fjarstýringunni, þannig að yfirleitt hef ég spilarann bara í úlpuvasanum og hækka/lækka eða spóla með fjarstýringunni - og já, það er skjár á henni.
Þetta er allt sem ég veit að er ,,betra" við iRiver miðað við iPod, en ég hef aldrei prófað iPod í lengri tíma. Á þessum gamla spilara er bara einfaldur stýripinni til að skruna upp og niður á möppu/laga-listunum sem getur orðið þreytandi þegar maður er kominn með nokkur hundruð tónlistarmenn. En það er ekki það mikill galli. Sjálfur nota ég aðallega möppukerfið í spilaranum, en það er hægt að raða öllu niður eftir tónlistarmönnum, stefnum eða plötum.
Á nýrri spilurum er komin snertirönd, svipuð og Creative Zen Touch er með - ég veit þó ekki hvort hún virki nákvæmlega eins.
Hvað varðar verð þá er lítill munur á merkjunum tveimur, allavega miðað við það þegar ég var að vega og meta hvað ég ætti að fá mér.
Þannig að ef þú vilt fá ofur-þægilega viðmótið sem iPoddinn gefur með snertiskrunhjólinu sínu og aðgengilega viðmótinu (sem og sjálfkrafa verkun við tölvuna þína) þá skaltu bara fá þér iPod.
En ef þú hefur áhuga á því að geta tekið upp tímunum saman í hágæðum (ef það er innstunga nálægt geturðu tengt hleðslusnúruna í samband og tekið upp þangað til harði diskurinn klárast), geta notað Ogg Vorbis sniðið, hlusta á útvarp án þess að þurfa að hafa útvarpsferðaspilara með þér líka eða getað notað fjarstýringu án þess að þurfa að kaupa hana aukalega, þá ættirðu að pæla í iRiver.
Ég varð reyndar fyrir vonbrigðum með það að ihp-140 getur ekki tekið upp úr útvarpinu, en vegna þess hve margir báðu um þann möguleika var því bætt við í næstu kynslóð á eftir mínum spilara. Þannig að allir nýrri spilarar geta tekið upp úr innbyggða útvarpinu:)
Rafhlöðu-endingin er líka mjög góð, ég get tekið upp nokkra tíma og hlustað á tónlist í fleiri áður en ég þarf að hlaða aftur.