Pönnukökur:
250 gr.
1/2 teskeið
25 gr.
1/2 líter
2
hveiti
lyftiduft
smjör
mjólk
Salt og sykur
egg
Smjör
Sykur
Berjamauk
Þeyttur rjómi
Í hveitið er blandað saltinu, sykrinum og lyftiduftinu. 25 gr. smjör mulið saman við. Vætt með helmingi mjólkurinnar. Þá eru eggin hrærð saman við og síðast það, sem eftir er af mjólkinni. Úr deiginu eru svo bakaðar pönnukökur á heitri, smurðri pönnu. Breitt úr þeim og kældar. Rósóttur pentudúkur er látinn á fat. Berjamaukið er látið í skál með fæti undir, og hún látin á miðju fatsins. Ein matskeið af þeyttum rjóma er látin á miðju hverrar pönnuköku (á þá hlið, sem seinna er bökuð). Raðirnar brotnar upp. Er þá pönnukökunum raðað kringum skálina á fatið. Skreytt með þeyttum rjóma, sem sprautað er á pönnukökurnar. Etnar strax.