Væri hægt að “minnka” svarþræði sem myndast oft, eins og til dæmis þegar 2 hugarar ákveða að nota svar á korki/grein sem einkaspjall.
Þá er ég að meina að svarið minnkar niður í titil þegar þráðurinn er kominn einhver 5 svör frá aðalþræðinum, eins og á livejournal og imdb.com, og svo er hægt að skoða allt “Samtalið” með því að smella á “Lesa þráð” (eða eitthvað) á frumsvarinu.
Þetta væri ágætis leið til að sporna geng svona “highjacks” á korkum eins og gerist stundum.