Ég ætla að efast um að menn þroskist það mikið á því eina ári sem er á milli 17 og 18 ára aldurs. Auðvitað eru undantekningar frá þessu og alveg ljóst að margir 17 ára hafa ekki þroska til að hafa bílpróf. Það eru líka margir 18 ára sem ekki hafa þroskann.
Þegar búið væri að hækka aldurinn um 1 ár, hvers vegna ekki að hækka um 1 ár í viðbót? Einhverjir þroskast töluvert á þessu aldursbili.