Ég keypti mér SG í gegnum ShopUSA, og það gekk svosem greiðlega. Einnig tók ég tvo gítarstanda með honum, og það er ekkert meira mál, svo lengi sem þú ert ekki að kaupa þér einhvern svaka magnara eða eitthvað. Ég skráði allar vörurnar á sömu sendingu og fékk stórann kassa með öllu í, það eina sem þarf að gera er að skrá allt undir sömu sendingu og lokaverð. Ef þeir lenda í vandræðum með að pakka eða í tolli eða hvað sem er hringja þeir örugglega bara í þig. En hinsvegar skalltu ekki búast við hraðri sendingu með ShopUSA, þetta tók vel yfir mánuð hjá mér. Það var samt vel þess virði, SG-inn er ótrúlegasti gítar sem ég hef nokkurntíman spilað á!
Gangi þér vel og njóttu.
VÁM, hversu lengi hefurðu spilað?
For those about to rock I salute you!
Takk fyrir það, þá bara ætla ég að panta þetta held ég, ég er með allt í allt tvær 5 metra snúrur (15´f) 2 effecta, pínu litla 10 cm snúru (til að tengja effecta), gítarstand, gítarhengi (dót til að hengja gítarinn upp á vegg) og gibson tösku. já, og auðvita gítarinn :) Gibson SG Standart.
Ég er búin að æfa í nokkur ár, þegar maður er byrjaður að geta spilað ekkað alvarlega á þetta, þá verður maður að eiga alvöru gítar :P
0