Ég er bara að tala um DVD. Þú getur alveg spilað CD en þú getur ekki spilað DVD frá amazon.com því þeir eru úr bandaríska DVD kerfinu (region1). Þú getur alveg spilað þá ef þú átt spilara sem spilar öll svæði. En ef þú átt venjulegan dvd spilara (sem ég er nokkuð viss um að þú eigir) þá geturðu bara spilað svæði2 (evrópa). Þú gætir spilað þá á tölvu en það er eitthvað stillingaratriði (þú getur skipt um svæði á DVD tölvuspilaranum, en eitthvað 3 sinnum, ekki oftar)
Ég skal einfalda þetta. Tekið af hugi.is/dvd
Hvað er Region/Svæði í DVD og hver er munurinn á þeim?
- Svæðin eru 8 talsins og eru eftirfarandi:
1. Bandaríki Norður Ameríku og Kanada.
2. Evrópa ásamt, Japan, Arabíu, Tyrklandi, Egyptalandi og S-Afríku.
3. Kórea, Tailand, Vietnam, Borneo og Indonesia.
4. Ástralía, Nýja Sjáland, Mexico og Suður Ameríka.
5. Indland, Afríka, Rússland og fleiri austur evrópu lönd.
6. Kína.
7. Ónotað
8. Flugfélög og skemmtiferðaskip.
- Til þess að geta spilað t.d. Svæði 1 í Evrópu þarftu að nota fjölkerfa/svæðafrían (e. multi-region) spilara.
Mynd af svæðunum:
http://www.actionsportsdvd.com/regionalmap.gif