Gallar sem mér dettur í hug:
- Batteríið endist aðeins í tæpt ár.
- Það þarf nánast ekkert högg til að eyðileggja hann.
- Það er alltaf sek. bil á milli laga
- Hann er hannaður fyrir iTunes, og þar af er “ætlast” til að maður noti iTunes búðina, ekki eigin mp3, þannig að maður þarf að búa til tags fyrir alla ómerkta filea, hvern fyrir sig, annars fara þeir ósýnilegir inná iPod.
- Það lenda flestir í nokkrum vandræðum með að tengja hann við Win í byrjun, og oft neitar hann að tengast að ástæðulausu.
- Allir þessir aukafítusar, eins og Dagatal og contacts virka eiginlega bara með Mac, og eini spilanlegi leikurinn er kapall, hinir eru ekki einu sinni með hi-score.
- Ef þú kaupir hann í fríhöfninni eða AIMC, þá færðu skipt um batteríð eins oft og þú vilt ( á meðan þú getur sannað að það sé orðið slappt ) hjá AIMC á meðan ábyrgðin er í gildi ( 2 ár )
- Þetta er bara ekki satt, hef misst minn oft, hef óvart misst Pepsi ofan á hann, tek hann alltaf með mér á bretti og hvert sem ég fer. Hann er búinn að þola ótrúlega mikið og virkar enn mjög fínt
- Hmm iTunes tekur lögin inn jafnvel þótt þau séu ómerkt ef þau er ómerkt þá fer í titilinn hvað skjalið heitir. Auðvita er þægilegra þegar maður ætlar að fletta um að hafa artist, album og title réttan. Ég get nottulega ekki notað iTMS en ég er með fullt af lögum inná iPodinum mínum. En ég býð spenntur eftir iTMS.
- Hmm, jú hef heyrt af þessum vandræðum, en öll vandræði eru auðleysanleg á www.apple.is/umraedur
- Við hverju býstu iPodinn er upphaflega gerður fyrir Apple enda gerður af Apple. Á ég þá fara að væla að búðir eins og tonlist.is og fleirri VIRKI BARA ALLS EKKI fyrir Mac, og enn fremur að margir MP3 spilara vilji fyrst og fremst styðja WMA, sem Mac er ekki með góðan stuðning af. Gerðust einn af okkur af switchðu og upplifðu allt sem PC tölvan þín hefur verið að svíkja þig af.