Já sælir, sælar. Ég þarf smá hjálp með að sofa, ég fer alltaf frekar þreyttur að sofa en bara í 50% skiptum sofna ég, hin er ég andvaka alveg fram á morgun.

Er eitthvað “nátturulegt” sem ég get gert? Ég fæ mér oft heitt kakó þegar ég er andvaka, finnst gott að sofna með fullan maga.

Vitiði eitthvað meira? Þetta angrar mig rosalega að vakna mjög þreyttur í skólann.

Fyrirfram þakkir. :)