Ég var að fá alveg hreint frábæra hugmynd. Þegar maður les korkana og svörin hérna á huga tekur maður alltaf eftir einhverju fólki sem er bara að bulla. Þannig að hvað ef hugarar kæmu sér bara saman um að á einhverjum dögum, segjum t.d. sunnudögum, þá mætti bara ekki bulla. Hvorki koma með bull kork, né bull svar, og að það mætti heldur ekki bulla á korkum sem sendir eru inn á sunnudögum. Þá gæti maður svona fengið frið fyrir bullinu einn dag í viku. Hvernig væri það?
Ég stið bulllausa sunnudaga!