Samkvæmt almennum íslenkum hegningarlögum
“181. gr. Nú þykir lögreglustjóra ástæða til að ætla, að maður hafi ekki ofan af fyrir sér á löglegan hátt, og er hann þá skyldur að skýra frá, af hverju hann hafi framfærslu sína og færa rök að. Ef hann gerir það ekki, eða hann aflar sér framfærslu með ólöglegu móti, svo sem með sölu á bannvöru, fjárhættuspili þá skal refsa honum með fangelsi allt að 2 árum, enda liggi ekki þyngri refsing við eftir öðrum lögum.”
“183. gr. Sá, sem gerir sér fjárhættuspil eða veðmál að atvinnu eða það að koma öðrum til þátttöku í þeim, skal sæta sektum eða fangelsi allt að 1 ári, ef miklar sakir eru.
-Ákveða skal með dómi, hvort vinningi af fjárhættuspili eða veðmáli skuli skilað aftur eða hvort hann skuli gerður upptækur.”
“184. gr. Hver, sem aflar sér tekna beint eða óbeint með því að láta fjárhættuspil eða veðmál fara fram í húsnæði, er hann hefur umráð yfir, skal sæta sektum eða fangelsi allt að 1 ári.”
Tekið af síðu Alþingis www.althingi.is