Ég myndi mæla með þeim ef þeir stækka bandvíddina sína til útlanda fljótlega. Þeir hafa reynst mér nokkuð vel hingað til, þrátt fyrir byrjunarörðugleika (Sem er ekkert skrítið, enda hafa áskrifendur verið að hrúgast upp hjá þeim).
Innanlandshraðinn er magnifico, er venjulega að nýta allt í botn ef ég get. Sama með stóra vefi eins og apple.com (Trailerar) og annað dóterí. Samt er þetta mjög mismunandi og veltur bæði á notkuninni á kerfinu á þeim tíma sem maður er að ná í eitthvað og svo auðvitað þjóninum sjálfum sem er að senda þér. En þetta er bara flott, þeir gáfu mér fullan aðgang að routernum mínum og allt. Get ekki kvartað.
Síminn og OgVodafone þurfa að fara að gera eitthvað ef þeir ætla ekki að missa vænan bita úr markaðshlutdeild sinni.