ég sendi mail á Ólaf Þór Jóelsson (sá sem sér um GameTv á PoppTivi) fyrir nokkru síðan og ég skrifaði s.s. þetta:
Ég hef spilað alla Monkey Island leikina og hef verið að velta því fyrir mér hvort það ætti að koma Monkey Island 5. Ég man nefnilega eftir því í einhverjum leiknum (man ekki allveg hvaða nákvæmlega) mig minnir að það hafi verið Monkey Island 4 þar sem Guybrush sagði við voodoo kerlinguna eitthvað í þessa áttina: “Why are you allways here in every monkey island game?” og þá svaraði Voodoo kerlingin eitthvað í þessa áttina: “maybe it's because I have a five game contract with LucasArts”
Þá fór ég að pæla hvort að það kæmi leikur nr.5 í seríunni og ég hef leitað á netinu en á sumum síðum er sagt að leikurinn sé í vinnslu en á öðrum að svo sé ekki.
Mig langaði að vita hvort þú hefðir einhverja vitneskju um þessi mál?
Hlynur Stefánsson
og hann svaraði:
Sæll Hlynur,
Miðað við stefnu LucasArts þessa dagana, þá eru litlar líkur á því. Þeir
eru þegar búnir að hætta framleiðslu á Full Throttle 2 og Sam and Max 2.
Ástæðuna segja þeir vera að markaðurinn fyrir ævintýraleiki sé slæmur..
Með kveðju / Best regards,
Olafur Joelsson
Vörustjóri tölvuleikja / VP Videogames
www.skifan.is
eins og ég skrifaði er allstaðar verið að segja að leikurinn muni eða muni ekki koma út, og einnig er verið að segja að hann sé í vinnslu eða ekki…. og þarna hafiði svarið sem ég fékk frá honum… en ég held samt sem áður að við verðum bara að bíða og sjá…