Þú segir nú eiginlega ekkert sem kemur manni af góðu. Í hvaða formati eru þættinir fyrir eru þeir með codec á sér, í hvaða upplausn eru þeir ? Og svo fram vegis. En þeir munu án efa stækka, og munu án efa versna í gæðum. Ekki búast við neinum DVD gæðum. Afhverju viltu annars converta í VCD eða SVCD svo þú getir horft á þetta í sjónvarpinu eða ?
VCD verður minna skjal en SVCD en það verður samt ágætlega stórt. Og DVD diskar geta tekið allt að 8.5 GB ( Dual-Layer diskar ) en þá verðuru bæði að hafa dual-layer disk og dual-layer skrifara.
Annars langar mig líka að benda þér á það, að það sem þú ert að gera er ólöglegt, og að ég styð það engan veginn. Enda mæli ég frekar með að þú farir út í búð og kaupir þessa/þessar seríur á DVD.