Ég lenti á smá veseni áðan í firefox sem lýsir sér þannig að ég var að vafra í firefox og tek svo eftir því að ég get ekki lengur klikkað á neina linka þannig að ég slekk á vafranum og opna hann aftur en þá kemur upp firefox profile manager, en í honum á að vera stillt á default user en af einhverju dularfullum ástæðum kom að ég gæti ekki valið það því það væri í notkun, ég varð því að gera new account og geri OK, þegar ég opna svo aftur firefox þá eru allir linkar sem ég var með horfnir og nánast allt, þannig að vafrinn var orðinn eins og þegar maður var nýbúinn að ná í hann í fyrsta sinn, ég vissi ekkert hvað væri að því ekki gat ég fundið þennan profile glugga aftur og system restore virkaði ekki, ég var nú ekki sáttur við að missa alla linka sem ég var með og allt sem var í favorites þannig að ég fór og leitaði á google sem klikkar nánast aldrei :) og viti menn einhver snillingur fann lausn við þessu:
1. loka firefox
2. fara í start > run
3. skrifa firefox.exe -p
þá kemur þessi profile manager gluggi og ég gat valið gamla default user aftur :D
Ég vildi bara deila þessu með ykkur ef þið lendið líka í þessu.