Það væri ansi ótrúlegt hefði allt orðið eins og það er í dag allt í einu, en svo er ekki. Og þessvegna er það ekki ólíklegt. Varla heldurðu að heimurinn hafi alltaf verið eins og hann er í dag? Það tók hann milljarða ára að verða svona. Það er ekkert ótrúlegt við það. Það mætti líka segja að þetta sé ekki allt tilviljun, það sem gat gerst, gerðist.
Það sama má segja um manninn, það væri ótrúlegt hefði hann orðið til allt í einu með þessa flóknu heilastarfsemi og allt, en svo var ekki. Það tók hann langan tíma að komast þangað sem hann er í dag.