Áform hugi.is um stuðning við Símadeildina í sumar.
Við hjá hugi.is höfum áhuga á að búa til áhugamál fyrir íþróttafélögin sem eiga lið í Símadeild karla og kvenna. Samtals eru þetta 12 lið og áhugamálin yrðu opin á meðan deildin er í gangi í sumar. Áhugamálin myndu þó ekki birtast í listunini á forsíðunni.
Umsjónarmenn þessara áhugamála yrðu forsvarsmenn félaganna og liðanna ásamt áhangandaklúbbum liðanna, þannig að fréttir og umræður kæmust frá fyrstu hendi.
Það skal tekið fram að það er ekki búið að tala við öll liðin um hvort þau vilji taka þátt. Þetta eru hugmyndir. Við byrjuðum á ÍA vegna þess að einhvers staðar verður að byrja og notum grindina að því áhugamáli til að kynna þetta fyrir hinum liðunum.
Hugi.is er stórt samfélag og sem slíkur er að skiptast upp í undirsamfélög. Íþróttir og fótbolti er ríkur þáttur í áhugamálum fólks og geta orðið verðmætur hluti af huga sem samfélagi fólks um áhugamál sín, þar sem flestir geta fundið annað fólk með sama áhugamál til að tala við.
Áhugamálin yrðu sett þannig upp að sem forsvarsmenn liðanna væru beinir þátttakendur í áhugamálinu.
Þjálfarar og fyrirliðar hvers liðs hefðu þannig aðgang að áhugamáli liðs síns, annað hvort sjálfir eða gegnum menn innan félagsins sem tæki að sér að taka viðtöl við þá. Þeir sem tækju þátt í áhugamálinu hefðu þannig beinan aðgang að mönnunum sem taka ákvarðanir fyrir félagið. Það yrðu birtar fréttir af liðinu og skoðanaskipti um gengi liðsins, ákvarðanir þjálfara um uppstillinu fyrir leiki og svo framvegis.
Fyrirliðar liðanna gætu komið á “spjallið” eða tekið á móti spurningum og svörin yrðu birt á huga og svo framvegis. Möguleikarnir til umræðu og myndun samfélags um um íslenskan fótbolta eru óþrjótandi þar sem áhugafólk um Símadeildina hefði beinan aðgang að .
Það sem við sjáum sem verðmæti fyrir hugi.is er beinn aðgangur “hugaðra” að forsvarsmönnum og leikmönnum og skemmtileg skoðanaskipti milli áhangenda liðanna með þátttöku forsvarsmanna félaganna. Fyrir félögin eru verðmætt að komast í beint daglegt samband við áhangendur sína, fá skoðanir þeirra og viðbrögð.
Á“huga”fólk um fótbolta er mjög margt. KR-ingar hafa gaman af því að tala um KR, Valsarar um Val og svo framvegis. Þess vegna gæti verið full þörf á því að búa til áhugamál um hvert lið.
Stuðningsmannafélög liðanna geta notað hugi.is til að koma á framfæri tilkynningum eða áformum um að hittast einhvers staðar fyrir leik eða til að skipuleggja hópferð á leik og svo framvegis.
Það gæti líka verið auðveldara fyrir leikmenn að tala við stuðningsmenn sína innan áhugamáls um sitt lið en innan áhugamáls um alla Símadeildina.
Möguleikarnir á því að gera skemmtilega og áhugaverða hluti er margir og miklir og markmiðið hjá okkur er að gera huga skemmtilegri og fjölbreyttari fyrir alla.
Guðmann Bragi Birgisson
einn af “adminum” hugi.is
aka DaXes