Ég er nú svosem enginn sérfræðingur, en hef spilað á gítar í 18 ár (kræst hvað maður er að verða gamall!).
En eins og annar sagði, þá verðurðu að finna ‘þína’ strengi.
Yfirleitt nota ég Ernie Ball Slinkies, eða D'Addario, misjafnt eftir því hvaða gítar það er.
Yfirleitt D'Addario þegar ég nota Tremolo (sveif ku það heita á íslensku), annars Ernie Ball.
Ég nota 010 ef ég nota slide, annars oftast 009. Svo á ég til að nota 008 ef það er ekki Tremolo, eins og t.d. á Gibson SG. Ernie Ball Slinkies 008 eru eins og smjör undir fingrunum á manni og teygjast ótrúlega (ég get nánast teygt neðri E upp að þeim efri á 22. bandi).
Að fara af 008 á 010 er nánast eins og að fara af gítar yfir á bassa, eða þannig virkar það undir fingurgómunum allavega (og já, ég á það til að ýkja :D ).
Einhver nefndi Jim Dunlop, sem eru líka klassastrengir, en ekki mitt uppáhald.
En ég mæli mest með því að þú kaupir þér sett frá nokkrum framleiðendum og finnir út hvað þér líkar best við.
Undirskriftir með öðru en nafninu manns eru hallærislegar.