Ástæðan fyrir því að það er ekkjert svoleiðis áhugamál á huga er einföld: Það eru hreinlega ekkji nógu margir íslendingar sem stunda tölvuleikjagerð. Næst kæmust kannski Forritunar og grafík áhugamálin.
Hinsvegar vil ég benda þér á síðuna www.garagegames.com sú síða hefur hjálpað mér mikið í leikjagerð og þar er að finna eitthvað virkasta samfélag á netinu sem fyrir finnst. Þar deila menn hugmyndum, upplýsingum og aðferðum til að gera leiki. Plús það að síðan hýsir Torque leikjavélina sem að er mikið betri en flestar 100.000 króna vélar og kostar hún aðeins 7.000 :)
Ég læt ekki sjá mig hér nema að ég sé fullur/með svefngalsa/geðbilun á háu stigi
ég er að gera tiltölulega einfaldan deathmatch leik þar sem hægt er að taka upp nánast allt og mér gengur mjög vel og já ég er að nota torque (leikjavélin á gg) :)
(svo ætla ég líka að gera einn STÓRAN orpg en ég er að sjálfsögðu ekkji nógu skilled til þess, annars er ég með rosastóran búnka af konsept arti)
Þessi síða er mjög sniðug og rosalega stórt developer community þarna
Ég læt ekki sjá mig hér nema að ég sé fullur/með svefngalsa/geðbilun á háu stigi
Ég var að gera leik (eða meira svona stækka leik), en það snarstoppaði allt þegar forritarinn beilaði og ég skipti um tölvu sem var of ný fyrir 3D forritið sem ég notaði. Allar þessar geimskipamyndir hérna eru brot af hugmyndavinnunni á bak við leikinn.
Hehe, takk! :) Ef ég næ að redda þrívíddarforritinu t.d. með því að nota forrit sem að líkir eftir gömlu vélinni minni, þá ætti ég að geta séð um forritunina að mestu sjálfur. Þannig að öll von er ekki úti enn. :)
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana.
Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..