Þannig er málið að ég er að nota firefox en er að kljást við eitthvað svakalegt spyware, ad-aware se kallar þetta lop (held að minnsta kosti að það sé það) og í hvert skipti sem ég skanna finnur hún um 40 þannig. Það sem gerist er að á svona viku fresti eyðast allir bókmarks úr firefox og það koma fullt af nýjum sem ég hef engann áhuga á svo breytist upphafssíðan alltaf í eitthvað rugl, nú seinast http://www.pdjbgtfwqcvpsoiqhbn.com/zlyQl/yc/059kGJXSYD84JNuMQY8immDkLywufinUeM.html og auk þess koma einhverjir 6 shortcutar á desktopinn (poker, internet eitthvað, website hosting o.fl.).
Svo ég spyr ykkur hvort þið hafið lent í einhverju svipuðu og hvernig best er að losa sig við þetta.