Niðurstaða rannsóknar lögreglustjórans í Reykjavík á dauða karlmanns á fertugsaldri sem lést eftir átök við lögreglumenn í Keflavík í september, er að ekkert bendi til að neitt hafi verið athugavert við vinnubrögð lögreglumanna á vettvangi. Þetta kom fram í fréttum Ríkisútvarpsins.

Haft var eftir Herði Jóhannessyni, yfirlögregluþjóni, að rannsókn á málinu staðfesti að ekkert sé við vinnubrögð lögreglunnar að athuga. Maðurinn sem lést hafi fengið hjartaáfall samkvæmt bráðabirgðaniðurstöðu við krufningu. Lokaniðurstöðu krufningar sé enn beðið en rannsókn á þætti lögreglu á vettvangi sé lokið.

Er ekkert athugavert við Lögregluna í þessu máli?