Mér finnst ég eigi að setja þetta hérna.

Sko málið er, síðasta föstudag DÓ ég í partýi á föstudegi, og þetta var partý sem ég sá fullt af nýju fólki, og var að kynnast fullt af skemmtilegu fólki, en……….. vegna þess ég dó, þá ældi ég út um allt og labbaði eins og fáviti út, og gaurinn sem hélt partýið hatar mig GEÐVEIKT núna. Ég vil ekki að það sé þannig, þetta er fyrsta partýið sem ég dey í, akkurat þegar að það er svona fullt af nýju fólki, og þá fékk ég svo slæman orðróm yfir mig. Síðan var ég lík aí á Laugardegi, drakk sama áfengismagn, en gerðist ekki neitt………….sko, var bara óheppinn á föstudegi. Hvernig get ég sagt gaurnum sem hélt partýið og fyrirgefið honum, þannig að hann hætti að hata mig. Ég var veikur í dag, svo ég gat ekki sagt það í skólanum, ég veit ekki hvernig ég segi honum það. Og hvernig get ég látið svona orðróm farið af mér? Ég er ekki svona gaur sem dey í hverju einasta partýi, þetta VAR FUCKING FYRSTA SKIPTIÐ og fólk á erfitt með að skilja það!