ef árásaraðillinn var ekki orðinn 15 eru ekki miklar líkur að þetta nái í gegn. Mig minnir að maður þurfi að vera orðinn 15 til þess að vera sakhæfur. En svo er auðvitað hægt að teygja þetta. hérna er útdráttur úr Lög og réttur eftir Ólaf Jóhannesson og svo að ég verði ekki kærð fyrir höfundarréttarbrot þá bls. 321:
Um almenn refsiskilyrði eru ákvæði í II. kafla hegnl. samkv. 14. gr. skal manni eigi refsað fyrir verknað, er hann hefur framið áður enn hann varð 15 ára gamall. Hafi barn framið brot, áður en það varð 15 ára gamat,skal beita hæfilegum uppeldis- og öryggisráðstöfunum.
þetta er svona það helsta sem kemur fram í þessu. Ég hugsa að þú gætir ekki sótt mál á hendur þess einstaklings eins og um væri að ræða fullt réttarhald, heldur einungis komið krakkanum á betrunarvist, sálfræðing, félagsfræðing og þannig. Þar sem krakkinn var bara 14 ára ÞEGAR hann framdi brotið þá var hann lagalega séð ekki sakhæfur. “Hafði ekki fullt vit á því sem hann var að gera”. En jú, tilkynna þetta sem líkamsárás er kannski byrjun. Þetta mun reyndar líklegast ekki fara fyrir rétt og heldur ekki á sakaskrá en þó mun einstaklingurinn fara á einhverja betrunarvist eða eitthvað þannig.