Málið er að Dvd+R styðja svokallað multisession ..
Sem sagt að þú getur skrifað á hann og sleppt því að fylla hann og sleppt því að loka honum og síðan geturðu brennt meira á hann seinna með því að gera annað “session”.
En Dvd-R styðja þetta ekki…
Hingað til hafa +R diskarnir þótt henta við brennslu á gögnum einsog þegar fólk er að taka öryggisafrit af einhverju sem ekki tekur allt plássið og þá er hægt að nýta hvern disk betur með því að brenna á hann 2svar eða oftar
En -R hafa þótt henta betur fyrir audio og video diska þar sem að þeir eru aðeins ódýrari í framleiðslu og þar af leiðandi ódýrari í búðum.