Ævintýraleikir
Hvernig væri að setja áhugamál um ævintýraleiki almennt? Þar gæti fólk hjálpað hvort öðru ef einhver er fastur eða rætt um hve frábær leikurinn er. Til eru nú margir frábærir ævintýraleikir eins og Sam&Max: Hit the road, Monkey Island leikirnir, Toonstruck og fleiri. Ég væri tilbúinn í að sjá um áhugamálið ef með þarf.