Ég var að installa Doom 3 og lenti strax í vandræðum með leikinn. Skjárinn fer allur í rugl og er allt svona nokkurn vegin ruglað, mætti líkja þessu best með því að segja að þetta sé einsog rugluð sjónvarpsstöð ^^
En annars ég er með nýjasta driverinn fyrir kortið mitt (sem er nokkuð gamalt og léglegt) en leikurinn á víst að styðja það. Kortið sem er Nvidia GeForce4 MX 440.
Það stendur í readme filenum að leikurinn styðji:
- All Nvidia(r) GeForce 4MX series
Ef einhver hefur lent í samskonar problemi með leikinn þá væri fínt að fá smá info hvort hægt sé að laga þetta eða eitthvað.
ps. Ruglunin byrjar strax að koma þegar ég fer inní leikinn. Allur menu'inn er svona auk logo myndbandsins hjá id. Ég get ekki lesið á neina stafi.. rétt svo greint nokkra þannig að ef einhver segir mér að fara í option til að laga þetta þá þarf það að vera nokkuð, nokkuð vel! ýtarlegt lýsing á því sem ég þarf að gera s.s. options er þarna í vinstra neðra horni… þá tala ég um svona lýsingu
Annars þigg ég hjálp frá hverjum sem er.. allt til að fá vit í þetta :)