Þarf hjálp með að koma web-camerunni í lag.

Þetta er X-eye web camera… meira um hana <a href="http://www.pcchipsusa.com/prod-xeye.asp">hérna</a>

Ég er með Win XP Pro.
Dell Inspiron 8600 (fartölva)

Hún virkar fínt á heimilis tölvunni … (alveg samam windowsið og allt).

Ég reyndi fyrst að setja hana inn með því að tengja hana bara og finna viðeigandi driver á windows disknum en kom henni ekki inn þá. Veit ekki hvort ég hafi skemmt eitthvað með því…
(uninstallaði öllu síðan aftur)

Þessi camera styður usb 1.0 og 1.1. Það er annaðhvort 1.0 eða 1.1 á heimilistölvunni. Á fartölvunni er USB 2 tengi. Er að spá í hvort það sé vandamálið. Fann ekki neitt í BIOS sem ég gat breytt usb tenginu yfir í usb 1.1. eða 1.0 svo…

Vona að þetta séu nóg af upplýsingum. Allar tilgátur eru vel þegnar.