Sælir hugarar.
Ég á í miklu basli með tölvuna mína þessa dagana. Hún er ótrúlega óstabíl. Hún þarf stundum hátt í 10 tilraunir til að koma windowsinu í gang og hún restartar oft uppúr þurru.
Ég var með winXP þegar þetta byrjaði og formattaði og setti upp win2k en þetta heldur samt áfram en samt í minna lagi.
Ég er með enga vírusa á henni, og hardware hiti og svoleiðis ætti að vera í lagi.
Tölvan mín: AMD XP 1800+, 512MB DDR, 80Gb IBM diskur, Geforce FX5600, Aopen AK77 móðurborð
Nú er bara spurningin hvað er að ?
Hefur einhver lent í þessu ?