Kannski ruglast þetta eitthvað þegar þú umbreytir skrá þjappaðri með einum staðli, yfir í skrá þjappaða með öðrum.
Ég held að málið sé, að menn miða við að WMA sé haft í 64Kb/s, á meðan miðað er við 128Kb/s fyrir MP3. 64Kb/s býður upp á svo léleg hljómgæði að ég myndi ekki taka svo lélegt bitrate í mál. 128Kb/s er sömuleiðis ekki nema rétt sæmilegt og varla það. Sjálfur rippa ég allt inn á tölvuna mína í 192Kb/s á AAC format. Þá erum við komin í ásættanleg gæði.
MP3 og WMA (og Ogg Vorbis og AAC… báðir betri, en ekki alveg jafn útbreyddir staðlar) virka þannig að tónlist (eða hvaða hljóði sem er) er þjappað til að taka minna geymslupláss. Í þjöppuninni er yfirleitt hent út hljóðum sem forrit telur fólk ekki heyra, en yfirleitt tapast meira en bara þau hljóð. Þannig missirðu gæði við þjöppunina, en spara diskpláss.
Því hærra bitrate, því betri gæði, því meira pláss tekur skjalið, að öllu jöfnu. En staðlarnir eru misgóðir þegar kemur að því hve vel þeir þjappa, með tilliti til gæða. WMA er ákaflega slakur, MP3 betri. Ogg Vorbis enn betri, en ekki fyrir alla þar sem mörg forrit og spilarar styðja hann ekki. AAC sem Apple stendur fyrir og er notaður af iTunes er líklega betri en MP3, en ekki jafn góður og Ogg. Ef maður er ekki með iTunes og þá kannski iPod líka er AAC ekki eitthvað sem maður myndi nota.
Ef þú ert í vafa, notaðu MP3 á 128 eða 192Kb/s.
Ég veit þetta eru ekki vel skrifaðar skýringar, en vona að þetta komi að notum. Kíktu á Google og skoðaðu síður um þetta mál. Síða Ogg Vorbis er t.d. mjög uppfræðandi, en auðvitað hlutdræg.<br><br>-
Hverjir eru bestu bjórarnir á Íslandi? Svarið er á <b><u><a href="
http://www.ratebeer.com/BestInMyArea.asp?CountryID=95“>RateBeer</a></u>.</b>
Íslenska bjórspjallið: <b><u><a href=”
http://www.beer.is">beer.is</a></u></b>.