Það getur vel verið að þessi hugmynd hafi komið oft áður.
Það sem ég vil koma á framfæri er að mér finnst að það ætti að vera boðið upp á möguleika í könnunum sem heitir bara “sjá niðurstöður” og þá gæti maður bara valið hann í staðinn fyrir að kjósa e-ð. Þá færi það ekkert inn í niðurstöðurnar úr könnunum. Því það er oft þannig að maður veit ekkert hvað maður á að kjósa og hakar bara í e-ð til að sjá útkomuna.
Með þessu væri líka hægt að útrýma “hlutlaus/veit ekki” möguleikanum. Þetta myndi skila sér í nákvæmari könnunum með færri svarmöguleikum (sem btw eru oft allt of margir).