Ég held ég hafi nú ekkert verið að hakka þig í spað! Ég er bara forvitinn hvar er ætlast til að maður noti XP Pro. Vissulega eru netmálin góð í HÍ (mættu reyndar vera fleiri aðgangspunktar), en ég hef heyrt horrorsögur um suma skóla.
Ég er nú með XP Pro á borðvélinni minni og hef enga reynslu af XP Home. Satt best að segja veit ég ekki hver er munurinn á þessum kerfum. Félagi minn keypti sér XP Home þegar hann fékk sér nýja vél fyrir ári, því hann gat ekki komist að hver munurinn væri nema verðið. Eina umkvörtun hans er að heimanetið hans (shared connection á milli tveggja véla, önnur með innvært ADSL) verður óstöðugt við notkun á MSN Messenger. Veit ekki hvort XP Pro myndi laga það, en það munar dálítið miklu á verði þarna á.<br><br>-
“Most of the human race is stupid. Just look at their choice of beer.” - mutant.
<font color=“white”>FNORD</font