Harry og Heimir er besta útvarpsleikrit sem hefur verið sent út á íslensku. Fjallar um einkaspæjarann Harry Rögnvalds (Karl Ágúst Úlfsson) og hans hundtrygga aðstoðarmann Heimi (Sigurður Sigurjónsson) *voff*. Reyndar kom það einhvern tímann fyrir að Sögumaðurinn (Örn Árnason) kom fullur í vinnuna og það tók þá stráka soldinn tíma að láta renna af manngreyinu áður en leikritið gat byrjað. En já, saman leysa þessir skondnu spæjarar mörg sakamál, m.a. komast þeir að því að óprúttnir læknar (sem báru nöfnin Kasper, Jesper og Jónatan) stunduðu það að búta fólk í sundur, sendu það út á land í litlum skömmtum, þar sem það var sett saman aftur og notað sem ódýrt vinnuafl.
Kannski það væri kúl að koma með smá tilvitnum:
<b>Tilvitnun:</b><br><hr><i>
<b>Sögumaður</b>: Það var kvöld. Harry Rögnvalds einkaspæjari sat á skrifstofu sinni með fæturna uppi á borði. Þetta var töluverð þraut, þar sem Harry átti engan skrifborðsstól, heldur varð hann að sitja á gólfinu.
<b>Harry</b>: Ahh, ég verð að fara að leysa stólinn út, það er svo óþægilegt að sitja svona á gólfinu með fæturna uppi á borði.
<b>Sögumaður</b>: Neonljósaskiltið á húsinu við hliðina hefði varpað draugalegri birtu inn um gluggann á hálfrökkvaðri skrifstofunni, ef skrifstofan hefði verið með glugga, en svo var ekki. Harry tók krypplaðan sígarettupakka upp úr krumpuðum rykfrakkavasanum og kveikti sér í vindlingi.
<b>Harry</b>: Ah, ég verð að fara að láta gera við kveikjarann minn.
<b>Sögumaður</b>: Þá heyrðist skyndilega þrusk frammi á ganginum.
[ Þrusk frammi á gangi ]
<b>Sögumaður</b>: Harry spratt á fætur og kveikti ljósið.
<b>Harry</b>: Ah, ég verð að fara að kaupa nýja peru.
<b>Sögumaður</b>: Þá var barið létt að dyrum.
[ Dyrabjalla hringir ]
</i><br><hr>
Já, svona byrjar fyrsti þáttur fyrstu seríu Harry og Heimir, <i>Með öðrum morðum</i>, en nefnist hann <i>Morð eru til alls fyrst</i>.<br><br>Með kveðju,
'Villeh'
<a href="
http://www.omg1337.com“>omg1337.com</a>
<i>”Og Villi sagði ‘verði stuð,’ og það varð stuð. Og hann sá að stuðið var kúlt."</i>
- Genesis, 1. kafli