Ég þarf smá hjálp með eitthvað codec vesen í tölvunni.
Allaveganna oft þegar ég er t.d. að reyna að horfa á video klippur í Internet Explorer þá kemur bara hljóð en eingin mynd. Þetta skeður ekki með allar tegundir af video klippum. Ég held að þetta þetta komi bara þegar ég er að reyna að spila „.wmv“ fæla. Þá hef ég oft hægri smellt á gráa dæmið sem kemur í staðinn fyrir myndina og valið properties og fundið URL og farið síðan í Windows Media Player og Valið „Open URL“ og slegið síðan inn addressuna og „walla“ þá kemur þetta loksins en þetta er svolítið langdregið. Samt er þetta svo skrýtið því IE notar WM til að spila video-in. (ég vona að þið skiljið mig)
En núna þá var ég að ná í þættina „Klaufabárðarnir“ og ætlaði að spila þá í WM en þá kom þetta gráa dæmi og ég þurfti að nota Divx.
Veit einhver hvað er að?
Plíz komið með tillögur ef þið haldið að þið vitið hvað þetta er.
Takk Kærlega :)