Mér sýnist á þessum svörum ykkar að einungis sbkhh, scoby og Theory viti hvað þeir eru að tala um. Það er hálf sorglegt hvernig svona orð geta mistúlkast hjá fólki, eingöngu vegna fáfræði. Auk þess vil ég taka það fram að bíómyndaframleiðendur vita hvað minnst um hvað hacker í raun og veru er, þar sem jú, einhver vísaði í Jurrasic Park hér að ofan. :-)
Svo ég vísi nú í howto eftir Eric S. Raymond sem sbkhh taldi upp sem einn af aðal “hökkurum” nútímans. Hann er svona fyrir þá sem ekki vita einn af stærri nöfnunum í Open source movementinu ásamt Richard Stallman og Linus Thorvalds. Ég vil samt taka það fram að scoby vísaði einnig í þennan howto en fólk virðist annað hvort ekki hafa skilið hann eða ekki nennt að lesa hann.
<a href="
http://www.catb.org/~esr/faqs/hacker-howto.html#what_is">
http://www.catb.org/~esr/faqs/hacker-howto.html#what_is</a>
Á þessari slóð útskýrir hann í fáum orðum hvað hacker í raun og veru er. Svo ég vitni í eina af línunum þarna:
“The basic difference is this: hackers build things, crackers break them.”
Fyrir þá sem ekki vita hvað “The Open Source movement” er, þá vísa ég aftur í Eric Raymond:
"If that term [The Open Source movement] means nothing to you, think Linux. Linux is the open-source community's flagship product.“
Ég vona innilega að fólk lesi þennan litla texta svo það geti hætt að pósta hér inn á þennan kork og reyna að halda fram að augljós misskilningur sé hinn rétti sannleikur.
Fyrir þá sem vilja kynna sér Eric Raymond betur þá tel ég best fyrir þá að byrja hér: <a href=”
http://catb.org/~esr/who-is-ESR.html">
http://catb.org/~esr/who-is-ESR.html</a>.
P.S. killerade skrifaði: “Sá sem skrifaði þenna póst er virkilega heimskur því að Hack er ólöglegt og jafngildir að brjótast inn.”
Eftir þessari setningu að dæma, hvor finnst ykkur vera sá heimski? :-)<br><br>Kveðja,
Kristinn.