Ef menn eru farnir að tala um þetta á jafn vinsælu áhugamáli og /hl þá hljóta menn að fara að átta sig og setja upp áhugamál fyrir CoD :)
CoD singleplayer er náttúrulega snilld, og ef mönnum finst hann of léttur þá eiga þeir bara að spila á hærra diff. level. Ef mönnum finst hann of stuttur þá er ég sammála, en það styttir hann náttúrulega töluvert að spila hann á easy :) Svo bendi ég á eins og hefur verið gert að þetta er jú 1. hluti af 6.
En það er ekki singleplayer sem skiptir máli. Multiplayer er það sem á eftir að laða menn að og þessi leikur á eftir að vera spilaður mikið sem slíkur. Sjálfur hef ég spilað nokkuð marga multiplayer fps leiki og þessi ber af á öllum sviðum. Sem leikur ekki ósvipað uppbyggður og CS (vinsælasta keppnismódið í COD er eins og sprengjan í CS) þá trúi ég ekki öðru en að einhverjir CS-arar skipti yfir í þennan leik, svo ég tali nú ekki um dod-ara og mohaa-ara :)
JReykdal sagði að ekkert væri því til fyrirstöðu að opna áhugamál EF CoD yrði “major hit” eins og hann orðaði það.
Eftirfarandi er tekið að Clanbase ladder síðunni og sannar svo ekki sé um villst að CoD ER orðin major hit.
“The Call of Duty scene keeps expanding rapidly, and less than a month after we added seven new ladders to the game the ladder petition section is again overflowing. To resolve the overload situation we've added a swooping eleven new ladders to CoD.”
Og verð ég því að búast við því að CoD áhugamál opni hér á huga innan skamms og þá fer CoD samfélagið hér á íslandi loks á flug.
<br><br>Kveðja
Volrath
<b>Battlefield smattlefield</