Reyndar er ekki mikið eftir af gæðunum eftir að þetta er komið í WMA , WMA er síst af öllum audio codecunum sem til eru.
Ef korka höfundur á nóg pláss á harðadisknum sínum þá er hægt að finna eitthvað forrit sem breytir wav í mp3 á netinu frítt , og þegar þú ert kominn með það forrit þá opnaru winamp og ferð í output options og velur nullsoft disk-writer plugin 2.0 ,ferð í configure þar og velur einhverja möppu til að henda þessu í.
Síðan þegar því er lokið veluru löginn sem á að henda yfir , og ýtir á play ,passa bara að það sé ekki á repeat því annars færðu bara fullt af .wav fælum sem hljóma alveg eins. Þegar þú munt ýta á play takkann á winamp ,þá mun ekki heyrast neitt , heldur mun winamp vera að converta .WMA fælunum í .wav .
Þegar þessu er lokið þá skaltu fara aftur í output options og velja direct sound output 2.2.6 svo að þú getir farið að hlusta aftur á tónlist þegar þessu er lokið. svo þegar þú ert búinn að öllu þessu þá ertu tilbúinn að breyta .wav skránnum í .mp3 .
Ég veit að það eru til forrit sem breyta .WMA beint yfir í .mp3 en þessi forrit taka ekki það inní að hljómgæðinn eru svo slæm í wma sökum þess að WMA setur volume'ið of hátt (normalize) að þú myndir bara enda með hávaða þegar þetta er komið yfir í mp3 , en með því að breyta þessu yfir í .wav fyrst þá er hægt að bjarga einhverju af þessu :P
Vonandi var þetta fróðlegt og hjálplegt.
P.S
.WAV fælar eru oftar en ekki tífalt stærri en t.d WMA eða MP3
7 mb fæll endar líklega í 70 mb þannig að það er gott að vera með mikið af lausu plássi þegar þú ert í svona aðgerð.<br><br>#Trance.is / #God.is / #[dod]
[God]DeadByDawn *oldie*
<a href="
http://www.god-dod-team.tk">[God]</a>
<a href="
http://trance.is">Trance.is (ekki búið að opna)</a