Virkilega, er Ísland alveg snautt af unnendum málfræði, mála, Íslensku og gerð tungumála. Ég get eytt heilu tímunum í eitthvað svona og þegar ég var í 9. bekk las ég hálfa bókina Almenn málfræði fyrir framhaldskóla en leiddist yfir henni þar sem ég kunni þetta allt saman fyrir vegna grúsksins í mér.

Kíkið á síðuna www.langmaker.com og sannfærist um að um það bil 8000 manns a.m.k. hafa áhuga og www.spinnoff.com/zbb og sjáið aðra veit ekki hvað marga.

Þetta er rosa gaman og mér finnst að það ætti að vera tungumálaáhugamál, þó ekki nema bara til þess að kvarta undan lélegu málfari ungu kynslóðarinnar.

Kári Emil

PS. Er einhver sem veit hvernig lýsingarháttur framtíðar virkar og í hvaða málum hann er að finna því ég veit að hann er til, en ég hef ekki enn fundið útskýringu.<br><br>
Af mér hrynja viskuperlurnar…
<b>——————————–</b>
<i>Lífið er táradalur. Þú mátt aldrei hætta að synda því þá drukknar þú.</i> <a href="http://www.vegfarandi.tk">Vegfarandi.</a
Af mér hrynja viskuperlurnar…